Kom líka út úr skápnum

Hjónin Steingerður Lóa og Auður hafa verið saman síðan þær …
Hjónin Steingerður Lóa og Auður hafa verið saman síðan þær voru fimmtán ára. Steingerður Lóa er trans kona og Auður hinsegin en þær komu út fyrir um ári. mbl.is/Ásdís

Hjónin Steingerður Lóa Gunnarsdóttir og Auður Ákadóttir hafa verið saman frá fimmtán ára aldri. Steingerður Lóa ólst upp karlkyns en ákvað fyrir tveimur árum að koma út sem kona. Í kjölfarið kom Auður út sem hinsegin.

Skilgreinir sig hinsegin

Varstu hrædd um að Auður myndi hafna þér?

„Já, og það var stór hluti af því sem gerði ákvörðunina svona erfiða. Þú þvingar ekki samkynhneigðan mann til að vera í gagnkynja sambandi og eins þvingar maður ekki gagnkynhneigða konu til að vera í samkynja sambandi,“ segir Steingerður Lóa.

„En svo kom bara í ljós að ég er ekki gagn­kynhneigð eins og ég hélt,“ segir Auður og segist nú vera tví- eða pankynhneigð en skilgreinir sig einfaldlega sem hinsegin.

„Persónan skiptir meira máli og Auði finnst ég aðlaðandi í báðum hlutverkum,“ segir Steingerður Lóa, en hún er samkynhneigð.

„Það var líka ástæðan fyrir því að ég var svona lengi að fatta að ég vildi vera kona því sýnileiki trans lesbía var svo lítill og það voru meiri fordómar gagnvart þeim en gagnkynhneigðum trans konum. En þetta er alveg ótengt. Annað gengur út á hver þú ert og hitt gengur út á kynhneigð þína,“ segir Steingerður Lóa.

Þær Steingerður Lóa og Auður eru afar sáttar í dag …
Þær Steingerður Lóa og Auður eru afar sáttar í dag í samkynja sambandi.

Auður, þú lentir þá í því að þurfa að endurskilgreina þína kynhneigð?

„Já, algjörlega. Þegar hún kom út úr skápnum var ég að koma líka út úr skápnum. Mér fannst svo fyndið þegar fólk var að óska mér til hamingju. Fyrir mér hafði lítið breyst af því ég var ástfangin af sömu manneskju. Hún er bara manneskjan mín,“ segir Auður og segir alla hafa tekið fréttunum vel.

Ítarlegt viðtal er við Steingerði Lóu og Auði í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert