Flughálka á vegum víða

Svona er útlitið á Öxnadalsheiði þennan morguninn.
Svona er útlitið á Öxnadalsheiði þennan morguninn. Vegsjá Vegagerðarinnar

Hætt er við frostrign­ingu með flug­hálku norðaust­an­lands í dag, að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings. 

Aðstæður sem þess­ar geta skap­ast þegar milt og rakt loft flæðir yfir frost­kalt yf­ir­boðið. Einkum frá Öxna­dals­heiði og aust­ur á Hérað. 

Kald­ast er á Bárðarbungu í dag, þar sem hiti fer niður í -10 gráður.

Vega­gerðin hef­ur gefið út viðvar­an­ir vegna hálku­bletta á Holta­vörðuheiði, Bröttu­brekku, Vatna­leið, í Kolgrafaf­irði og Grund­arf­irði á Vest­ur­landi. 

Þá er hálka á Stein­gríms­fjarðar­heiði og Þrösk­uld­um, en hálku­blett­ir víða á fjall­veg­um og háls­um, í Bitruf­irði, Hrútaf­irði og norður í Árnes­hrepp. 

Á Norður­landi er hálka og hálku­blett­ur víða og sama gild­ir um Norðaust­ur­land. Greiðfært er meðfram strönd­inni frá Kópa­skeri að Vopnafirði en snjóþekja á Hólas­andi. 

Fjarðar­heiði, Öxi og Breiðdals­heiði á Aust­ur­landi eru all­ar hálar um þess­ar mund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert