Logi nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Ein­ars­son var kjör­inn þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á fundi þing­flokks­ins í dag. Logi er þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is og var formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá ár­inu 2016 þar til Kristrún Frosta­dótt­ir var kjör­in formaður flokks­ins á dög­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Logi tek­ur við þing­flokks­for­mennsku af Helgu Völu Helga­dótt­ur sem hef­ur gegnt stöðunni síðan frá upp­hafi þings eft­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir var á fund­in­um kjör­in vara­formaður þing­flokks og Jó­hann Páll Jó­hanns­son rit­ari þing­flokks­ins.

„Ég er þakk­lát­ur fyr­ir traustið og mun gera mitt besta við að leggja nýrri for­ystu í Sam­fylk­ing­unni lið. Það eru spenn­andi tím­ar framund­an,“ seg­ir Logi í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka