Ný lyf við offitu geta dregið verulega úr eftirspurn eftir efnaskiptaaðgerðum. Sjúkratryggingar Íslands þurfa þó að vera fljótari að grípa inn í og fjármagna lyfjagjöf til sjúklinga. Þetta er mat Erlu Gerðar Sveinsdóttur læknis sem hefur sérhæft sig í meðferð við offitu. Efnaskiptaaðgerðir eru þó enn öflugasta meðferðin við alvarlegri offitu að hennar sögn.
Erla hélt erindi á fræðsludegi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir helgi um þessi nýju lyf við offitu sem hún segir hafa gefið afar góða raun. Lyfin sem Erla vísar til eru líraglútíð og semaglútíð, sem eru ætluð einstaklingum með offitu og sykursýki.
Þó aðlyfin séu upphaflega sykursýkislyf, og hafi oftast verið notuð til að meðhöndla sykursýki samhliða offitu, hafa nýjar rannsóknir sýnt fram á góða virkni lyfjanna hjá þeim sem eru með offitu án þess að vera með sykursýki.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.