Styður Bjarna í aðgerðum vegna ÍL-sjóðs

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­málaráðherra, styður aðgerðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, þegar kem­ur að mál­efn­um ÍL-sjóðs. Þetta kom fram í svari Guðmund­ar Inga í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma í dag.

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Viðreisn­ar, spurði Guðmund Inga hvort hann væri væri sátt­ur við þá leið sem Bjarni fór, þ.e. að ræða við líf­eyr­is­sjóði um gera upp skuld­ir sjóðsins fyrr en áætlað hafði verið til að kom­ast hjá mikl­um nei­kvæðum áhrif­um á sjóðinn sem fyr­ir­séð eru í framtíðinni. Sagði hún að með þess­ari leið væri fjár­málaráðherra að færa skuld­ir Íbúðalána­sjóðs og þar með rík­is­ins yfir á líf­eyr­isþega og launþega í land­inu, en  Þor­björg sagði að líf­eyr­is­sjóðir væru al­menn­ing­ur í land­inu.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Hinn svo­kallaði sparnaður felst sem sagt í því að aðrir eigi að taka reikn­ing­inn fyr­ir ríkið, að líf­eyr­is­sjóðir gefi eft­ir fjár­hæðir og taki skuld­bind­ing­ar í fangið. En gleym­um því ekki að sjóðirn­ir eru al­menn­ing­ur í land­inu,“ sagði Þor­björg og bætti við að ráðherra hefði með hót­un­um boðið líf­eyr­is­sjóðum að semja við sig. Sagði hún það hins veg­ar ekki samn­inga. Meg­in­regl­an væri sú að standa við gerða samn­inga og „al­menn­ing­ur býr ekki við þann lúx­us að breyta lána­samn­ingi um leið og kjör­in verða óhag­stæð þótt það kæmi ef­laust mörg­um til góða í dag þegar vext­ir hafa marg­fald­ast.“

Sagði Guðmund­ur að hann vonaðist til þess að Bjarni myndi ná ár­angri og lend­ingu í þessu máli og að það væri hags­muna­mál fyr­ir al­menn­ing í land­inu. Vísaði hann til þess að áætlað væri að kostnaður rík­is­ins gæti orðið 1,5 millj­arðar á mánuði næstu árin ef ekk­ert yrði gert. „Ég get auðveld­lega sagt að ég styð fjár­málaráðherra í því sem hann er að gera, að reyna að semja um þetta við líf­eyr­is­sjóðina, og ég óska hon­um góðs geng­is í því. Svo skul­um við bara sjá til hvernig það geng­ur og hvort málið kem­ur hingað inn, en tök­um eitt skref í einu,“ sagði Guðmund­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka