Vinna úr gögnum vegna eldsvoða

Tjónið af völdum eldsvoðans var mikið.
Tjónið af völdum eldsvoðans var mikið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Niðurstaða liggur ekki fyrir um upptök eldsvoðans sem varð í þvotta- og verslunarhúsnæði Vasks á Egilsstöðum í lok september.

„Þetta er í vinnslu ennþá. Tæknideild lögreglunnar og Mannvirkjastofnun eru að vinna úr gögnum og niðurstaða liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.

At­vinnu­hús­næðið hýsti bæði efna­laug og versl­un sem seldi alls kyns vör­ur og fatnað og því var elds­mat­ur­inn mik­ill. 

Engan sakaði í brunanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka