Afstaða tekin um skýrslutöku á fimmtudag

Myndin er birt með leyfi Hussein Hussein.
Myndin er birt með leyfi Hussein Hussein. Samsett mynd

Í þinghaldi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var einn þáttur máls hælisleitandans Hussein Hussein og fjölskyldu hans tekið fyrir, eða hvort honum verði leyft að koma aftur til landsins til að gefa skýrslu í málinu.

Claudia Wilson lögmaður Hussein segir að í dag hafi það gerst að íslenska ríkið hafi boðið upp á húsnæði í gegnum borgaraþjónustu úti í Grikklandi á meðan á skýrslutöku stendur. „Eins og allir vita þá er fólkið ekki með húsnæði í Grikklandi á vegum grískra stjórnvalda,“ segir hún.

„Hitt atriðið sem gerðist í dag er að stefnendur hafa skorað á dómara að gefa út vitnakvaðningu í málinu og ætlar hann að taka afstöðu til þess núna á fimmtudaginn næstkomandi.“ Hún bendir á það að vitnakvaðning ætti að geta farið fram, jafnvel þótt þau séu í Grikklandi, og þau gætu líka komið aftur til landsins á eigin vegum. Það er fordæmi fyrir slíku í einkamáli, sbr. mál frá 2013.

„Hitt atriðið sem gerðist í dag er að stefnendur hafa skorað á dómara að gefa út vitnakvaðningu í málinu og ætlar hann að taka afstöðu til þess núna á fimmtudaginn næstkomandi.“ 

Fordæmalausar aðstæður

Þegar Claudia er spurð um möguleikann á skýrslutöku í gegnum fjarfundabúnað, sem hægt er að nota samkvæmt íslenskum lögum, segir hún að það hafi verið rætt. Hún segir að það hafi verið bent á það að það séu mjög sérstakar aðstæður í þessu máli og fordæmalausar. 

„Hér erum við að  tala um fatlaðan mann sem er þegar með takmarkaða tjáningarhæfni vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Það hefur verið reynt á það, alla vega þegar hann var hér, að taka af honum skýrslu með þessum hætti án árangurs.“

Þarf millitúlk

Hún segir að tungumálaörðugleikar hafi komið upp bæði í sínum samskiptum við Hussein í gegnum síma og eins í samskiptum hans við réttindagæslumann fatlaðra. „Í þessu máli er túlkunarstaðan flóknari því við þurfum millitúlk. Þá er túlkað úr tungumálinu Sorani, móðurmáli Hussein, yfir á ensku og þaðan yfir á íslensku.“

Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein.
Claudia Wilson, lögmaður Hussein Hussein. Mynd/Skjáskot af vef RÚV

Hún segir ríkið bera jákvæða skyldu gagnvart fötluðu fólki að tryggja aðgengi þeirra að dómstólum jafnvel þó að það muni kalla á einhvers konar óhefðbundnar leiðir til þess að tryggja jafnræði svo fatlaðir geti átt rétt á réttlátri dómsmeðferð.

„Þetta mál snýst um það að maðurinn geti tjáð sig um sína upplifun og reynslu með viðeigandi hætti.“

Veikindi í Grikklandi

Claudia segir að nú þurfi bara að bíða til fimmtudags og taka stöðuna aftur þá. „Það skiptir öllu máli fyrir umbjóðendur mína að geta gefið skýrslu fyrir dómi í máli sínu og það er það sem við erum að vinna að.“

Claudia segir að ástandið ansi bágborið á fjölskyldunni í Grikklandi. „Hussein er búinn að vera veikur frá því að honum var vísað úr landi og það er búið að reyna að fá læknisaðstoð fyrir hann en án árangurs. „Hann fékk einfaldlega áfall vegna meðferðar íslenskra stjórnvalda. Þá hafa þau hvorki fengið aðstoð þarna úti frá íslenskum stjórnvöldum né grískum. Þau koma alls staðar að lokuðum dyrum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka