Nýr vegur norður Strandir

Frá Ströndum.
Frá Ströndum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin undirbýr nú lagningu nýs vegar og endurbætur á eldri vegi úr Veiðileysufirði í Reykjarfjörð á Norður-Ströndum. Núverandi vegur er svo hættulegur að Vegagerðin hefur ekki treyst sér til að láta moka hann á vetrum, ekki fyrr en nú að tilraunaverkefni þar um er í gangi. Nýr heilsársvegur mun því bæta lífsskilyrði íbúa í Árneshreppi og opna þennan heim betur fyrir ferðafólki sem sækir þangað í síauknum mæli.

Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er tæplega 3,5 milljarðar. Í samþykktri fimm ára vegaáætlun eru veittar 300 milljónir króna til vegarins um Veiðileysuháls, sem er helsti farartálminn á leiðinni norður Strandir, úr Bjarnarfirði og að Gjögri. Þar liggur vegurinn í 246 metra hæð. Þótt gert sé ráð fyrir framhaldsfjárveitingu er ljóst að ekki hefur verið tryggt nægilegt fjármagn fyrir allri framkvæmdinni. Vonast er til að vegarlagning geti hafist á árinu 2024 og gert ráð fyrir að hún taki þrjú ár.

Töluverð umhverfisáhrif verða af lagningu þessa vegarkafla sem er aðeins 11,6 km að lengd.Reynt er að draga úr þeim eftir föngum, þó þannig að vegurinn sé færður frá verstu snjósöfnunarköflum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert