Dómari féllst ekki á kröfu Husseins um vitnakvaðningu

Claudia Ashanie Wilson.
Claudia Ashanie Wilson. Mynd/Skjáskot af vef RÚV

Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, mun að óbreyttu bera vitni frá Grikklandi í gegnum fjarfundarbúnað. Héraðsdómur hafnaði í dag beiðni Husseins um að koma aftur til Íslands til að bera vitni hinn 18. nóvember. 

Þá fer aðalmeðferð málsins fram en Hussein var vísað úr landi á dögunum og sendur til Grikklands. Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að heppilegra hefði verið fyrir umbjóðanda sinn að bera vitni hérlendis því á Íslandi sé túlkur til taks en ekki í Grikklandi. 

 „Niðurstaðan varð sú að dómarinn telur sig ekki hafa heimild til að gefa út vitnakvaðningu, m.a. vegna þess að hann hefði engin lagaleg úrræði til að láta færa þau fyrir dóm. Hann hefur jafnframt litið til þess að ríkið hefur boðið húsnæði í Grikklandi, þó aðeins á meðan skýrslutöku stendur. Þar verður þá fjarfundarbúnaður notaður og tryggt að fólk geti gefið skýrslu þar.

Fötlun Husseins og takmörkuð geta hans til að tjá sig var meginástæða þess að ég taldi nauðsynlegt að túlkur sæti við hlið hans í skýrslutökunni. Einfaldlega til að tryggja réttláta málsmeðferð og hann geti tjáð sig skilmerkilega um sína reynslu og upplífun. Ekki er í boði að hann fái túlk í Grikklandi en túlkurinn verður í dómsal hér í Reykjavík þegar skýrslutakan fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. Við eigum eftir að sjá hvort þessi aðferð gangi upp en umbjóðandi minn hefur ekki trú á öðru en að íslenska ríkið standi við loforð sín“ sagði Claudia í samtali við mbl.is og bætir við að með brottvísun hafi ríkið, minnkað möguleika hælisleitenda að taka þátt í málsmeðferðinni.

Mynd af Hussein í Grikklandi, en hún er birt með …
Mynd af Hussein í Grikklandi, en hún er birt með leyfi hans. Samsett mynd

 „Það liggur ljóst fyrir að umbjóðandi minn vill gefa skýrslu í málinu en með með beinum aðgerðum sínum kom ríkið í veg fyrir að hann geti tekið þátt í málinu hér á landi. Með því að útvega húsnæði, fjárfundabúnað og ferð umbjóðenda mína á áfangastað, þá er það skref í áttina að tryggja þeim þátttöku í málsókn sinni en þetta eru afar sérstakar aðstæður m.t.t. fötlunar umbjóðanda míns og skyldu íslenska ríkisins á grundvelli Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við eigum eftir að sjá hvernig spilast úr þessu,“ sagði Claudia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka