Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

Umferðarteppa myndaðist á Reykjanesbraut síðdegis í dag vegna áreksturs.
Umferðarteppa myndaðist á Reykjanesbraut síðdegis í dag vegna áreksturs. Ljósmynd/Eva Björk

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut við stöð Orkunnar nú síðdegis og skapaðist mikil umferðarteppa á milli Álfabakka og Smáralindar í suðurátt. 

Umferð stöðvaðist alveg um hríð en silaðist svo áfram um hríð meðan verið var að ganga frá málum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Umferðin gengur hins vegar nokkuð greiðlega fyrir sig núna.

Samkvæmt umferðardeild lögreglunnar hafa sem stendur engin umferðarslys áhrif á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert