Nokkrir eru í haldi á Keflavíkurflugvelli vegna meintra tengsla við glæpahópa.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði lögregluna á Suðurnesjum og ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar, sem beindust gegn nokkrum einstaklingum.
Þetta staðfestir Elín Agnes Eide Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá málinu. Kemur þar fram að ákvörðun verði tekin um brottvísun hópsins.
Viðbúnaður er á vellinum og er hópurinn talinn tengjast vélhjólaklúbbum að því er heimildir mbl.is herma.