Bjóða upp róðravélina sem Einar notar

Einar lýkur tveggja sólarhringa æfingatörn klukkan 18 í dag.
Einar lýkur tveggja sólarhringa æfingatörn klukkan 18 í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róðravélin sem Einar Hansberg notar í viðstöðulausum tveggja sólahringa æfingum sínum til að vekja athygli á starfi Píeta-samtakanna á Íslandi, er nú komin á uppboð og verður seld hæstbjóðanda á sunnudag.

Það eru Sportvörur í samstarfi við líkamsræktarstöðina Afrek, þar sem Einar æfir, sem bjóða upp róðravélina en fyrsta boð var 179.990 krónur. Afrek hefur boðið 200 þúsund krónur í vélina og skorar á stærri fyrirtæki til að bjóða einnig í hana. Allur peningurinn rennur óskiptur til Píeta-samtakanna.

Einar vekur athygli á starfi Píeta-samtakanna með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á róðravél eða hjóli, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Hann hóf æfingatörnina klukkan á 16 fimmtudag og mun ljúka henni klukkan 18 í dag.

Hægt er að bjóða í róðravélina undir Facebook-færslunni hér að neðan. Uppboðinu lýkur klukkan 18 á morgun, sunnudag.

Píeta-sím­inn er op­inn all­an sól­ar­hring­inn:
552-2218

Reikn­ings­núm­er sam­tak­anna fyr­ir frjáls fram­lög:
0301-26-041041, Kt: 410416-0690

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert