Róðravélin sem Einar Hansberg notar í viðstöðulausum tveggja sólahringa æfingum sínum til að vekja athygli á starfi Píeta-samtakanna á Íslandi, er nú komin á uppboð og verður seld hæstbjóðanda á sunnudag.
Það eru Sportvörur í samstarfi við líkamsræktarstöðina Afrek, þar sem Einar æfir, sem bjóða upp róðravélina en fyrsta boð var 179.990 krónur. Afrek hefur boðið 200 þúsund krónur í vélina og skorar á stærri fyrirtæki til að bjóða einnig í hana. Allur peningurinn rennur óskiptur til Píeta-samtakanna.
Einar vekur athygli á starfi Píeta-samtakanna með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á róðravél eða hjóli, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma. Hann hóf æfingatörnina klukkan á 16 fimmtudag og mun ljúka henni klukkan 18 í dag.
Hægt er að bjóða í róðravélina undir Facebook-færslunni hér að neðan. Uppboðinu lýkur klukkan 18 á morgun, sunnudag.
Píeta-síminn er opinn allan sólarhringinn:
552-2218
Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög:
0301-26-041041, Kt: 410416-0690
Embætti landlæknis bendir á að mikilvægt sé að þeir sem glíma við sjálfsvígshugsanir segi einhverjum frá líðan sinni, hvort sem er aðstandanda eða hafi samband við Hjálparsíma Rauða krossins 1717, eða á netspjalli 1717.is, við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuvera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-samtakanna s. 552-2218. Píeta-samtökin bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við sjálfsvígshugsanir.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendir landlæknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-samtökunum í síma 552-2218.