Aðeins eitt tilboð barst í byggingu leikskóla við Njálsgötu í Reykjavík. Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðið var meira en milljarði króna yfir kostnaðaráætlun, eða 71,6%. Þetta var í annað skiptið sem verkið var boðið út. Í fyrra skiptið átti að opna tilboð í ágúst sl. en í ljós kom að ekkert tilboð hafði borist.
Þann 9. nóvember sl. voru tilboð opnuð í seinna útboðinu: „Miðborgarleikskóli og miðstöð barna. Uppbygging nýs leikskóla og lóðar.“ Eitt tilboð barst, frá Eykt ehf. og var það að upphæð krónur 2.593.218.663. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á krónur 1.510.838.746. Borgin metur nú hvað verður gert í framhaldinu.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.