Enn leitað að Friðfinni

Friðfinnur Freyr Kristinsson.
Friðfinnur Freyr Kristinsson. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir leitina að Friðfinni Frey Kristinssyni enn standa yfir.

„Það er enn leitað,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verk­efna­stjóri hjá slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg, í samtali við mbl.is og bætir við að staðan sé óbreytt frá því í gær.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur uppfært tilkynningu sína en hún hljóðar svo:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára. Síðast er vitað um ferðir Friðfinns, síðdegis fimmtudagskvöldið 10. nóvember þegar hann fór frá Kuggavogi. Friðfinnur var klæddur í gráa peysu með BOSS-merki á og gráar joggingbuxur.

Hann er 182 sm að hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg. Íbúar í hverfinu eru beðnir um að skoða nærumhverfi sitt s.s. geymslur, stigaganga og garðskúra. Þá eru þeir sem eru í forsvari fyrir auðu húsnæði í hverfinu beðnir um að skoða slíka staði. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Friðfinns eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 112.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert