Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafði það sem forsendu að hann yrði einn í viðtali í Kastljósi í kvöld.
Hann sagði það þó ekki rétt að hann þyrði ekki að mæta Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, eins og hún hélt fram í kvöld.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir tók viðtal við Bjarna og sagði að lagt hefði verið upp með að Bjarni mætti Kristrúnu. Aðstoðarmaður Bjarna hefði hins vegar haft samband og sett það sem forsendu að Bjarni yrði einn í viðtali.
Bjarni sagði í upphafi það ekki hafa verið skilyrði, en skömmu síðar sagði hann að það hefði verið forsenda viðtalsins að hann væri einn.
„Ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni.
Þá spurði hann hvort Sigríði Dögg hefði fundist erfitt að ræða ein við hann. Svaraði hún því neitandi og sagði að sér hefði fundist það ágætt að fá rökræðu á milli Bjarna og stjórnarandstöðunnar.
Bjarni sagði að hann myndi sitja fyrir svörum allan daginn á morgun eftir atvikum. „Það er ekkert vandamál fyrir mig að mæta hverjum sem er í þessari umræðu.“
Bjarni sagði að búið hefði verið að ákveða að hann yrði einn til viðtals en Sigríður Dögg hefði viljað breyta því.
„Nei, ekki rétt,“ sagði Sigríður Dögg að lokum.
Uppfært: