Grunur um íkveikju í strætisvagni

Eldurinn er talinn hafa verið í sætum aftarlega í vagninum.
Eldurinn er talinn hafa verið í sætum aftarlega í vagninum. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Tilkynnt var um eld í strætisvagni við Grensásveg til lögreglunnar seinnipartinn í gær. Búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nóttina.

Eldurinn er talinn hafa verið í sætum aftarlega í vagninum. „Vitni sagðist hafa sótt slökkvitæki á veitingastað nærri vettvangi og slökkt eldinn. Ökumaður strætisvagnsins var í miklu áfalli og hafði andað að sér reyk. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Bráðadeild. Grunur um íkveikju,“ segir í dagbókarfærslunni. 

Þá barst tilkynning um þjófnað á munum á veitingastað í miðbænum um kvöldmatarleytið.  Maður sagður hafa brotist inn í lager herbergi á veitingastaðnum og stolið þaðan áfengisflöskum og bakpoka með „ DJ - græjum“.

„Upptökur voru af geranda í öryggiskerfi veitingastaðarins og þekktist maðurinn. Gerandi var síðan handtekinn síðar ( kl. 03.13 ) og viðurkenndi hann brotið. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ 

Auk þess voru höfð afskipti af ofurölvi manni í miðbænum sem neitaði að segja til nafns og manni í Grafarvogi vega gruns um sölu á fíkniefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert