Ökumaður virti ekki biðskyldu í banaslysi

Lýsingin beint yfir slysstaðnum er á mörkum viðmiða.
Lýsingin beint yfir slysstaðnum er á mörkum viðmiða. Skjáskot/Skýrsla Rannsóknarnefndar samgönguslysa

Í bana­slysi við gatna­mót Gnoðar­vogs og Skeiðar­vogs í nóv­em­ber á síðasta ári virti ökumaður stræt­is­vagns ekki skyldu um bið á gatna­mót­um í hægri beygju og ók á konu á sjö­tugs­aldri sem var á leið yfir gang­braut á grænu ljósi. Hún lést af völd­um áverka.

Stræt­is­vagn­in­um var ekið í víðri hægri beyju frá Skeiðar­vogi inn á Gnoðar­vog, einnig á grænu ljósi, þegar slysið varð en ökumaður ber fyr­ir sig að hafa ekki séð veg­far­and­ann. 

Slysið gerðist klukk­an 8.31 að morgni til en úti var myrk­ur og rign­ing. Niður­stöður úr ljós­mæl­ing­um sem fram­kvæmd­ar voru við gatna­mót­in benda til að birta hafi verið und­ir viðmiðum Reykja­vík­ur­borg­ar á göngu­leiðinni við slysstað. Lýs­ing­in beint yfir slysstaðnum er þó á mörk­um viðmiða. 

Þetta kem­ur fram í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa um bana­slysið.

Örygg­is­gler hafi mögu­lega haft áhrif

Eins og áður sagði kveðst ökumaður vagns­ins ekki hafa séð veg­far­and­ann þegar slysið varð.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að mögu­legt sé að ör­ygg­is­gler í vagn­in­um, sem var komið fyr­ir í heims­far­aldri Covid-19 til að aðskilja öku­mann og farþega, hafi valdið bíl­stjór­an­um auknu áreiti við akst­ur­inn.

Með gler­inu er mögu­leiki á end­ur­spegl­un fjölþætts ljóss í um­hverf­inu inn í rými bíl­stjóra.

Tekið er þó fram að mik­il­vægt sé að öku­menn og aðrir veg­far­end­ur sem um gatna­mót fara sýni sér­staka aðgæslu og séu ávallt viðbún­ir að bregðast við óvæntri hættu.

Staðsetn­ing var­huga­verð

Í skýrsl­unni bein­ir Rann­sókn­ar­nefnd­in því einnig til veg­hald­ara að fram­kvæma ör­ygg­is­út­tekt á slysstað og vinna að úr­bót­um til að auka um­ferðarör­yggi. Staðsetn­ing bæði biðstöðvar og gang­braut­ar á slysstað er var­huga­verð og ytri aðstæður krefj­andi.

„Biðstöðin, sem stræt­is­vagn­inn var stöðvaður við áður en hon­um var ekið inn á Gnoðar­vog, er við beygjurein­ina af Skeiðar­vogi til hægri inn á Gnoðar­vog. Fjar­lægð biðstöðvar­inn­ar á Skeiðar­vogi að ak­braut Gnoðar­vogs er um 17 metr­ar. Ljós­a­stýrð gang­braut, þvert á Skeiðar­vog, er staðsett um 10 metra fram­an við biðstöðina [...] 

Um­ferðarljós á slysstað eru af eldri gerð þar sem grænt ljós fyr­ir um­ferð ak­andi og gang­andi veg­far­enda kvikna á sama tíma en á nýrri ljós­um er mögu­leiki að láta grænt ljós kvikna fyr­ir gang­andi lítið eitt á und­an, sem er ör­yggis­atriði,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert