Ótrúlega mörg atriði sem fóru aflaga

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sam­an­dregið eru ótrú­lega mörg atriði sem fóru aflaga,“ seg­ir Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar um niður­stöðu Rík­is­endu­skoðunar í rann­sókn sinni á sölu á hluta Íslands­banka í vor. 

Hann nefn­ir sér­stak­lega að Rík­is­end­ur­skoðun ef­ist að nægi­lega hátt verð hafi feng­ist fyr­ir hlut­inn sem seld­ur var, að ekki hafi verið tekið nægi­lega mikið til­lit til orðssporsáhættu og að for­send­ur verðmynd­un­ar­inn­ar hafi verið óljós­ar og hafi miðast of mikið við er­lenda fjár­festa.

„[Orðsporsáhætta] er gríðarlega mikið atriði þegar til stend­ur að selja meira í bank­an­um,“ seg­ir Sig­mar og bæt­ir við að sam­an­dregið sé atriðin sem gerðar eru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við mjög mörg. 

Dekkri skýrsla en von var á

„Mér finnst þessi skýrsla eig­in­lega mun dekkri en að maður átti von á,“ seg­ir Sig­mar.

Hann vill þó að fjöl­mörg fleiri atriði, sem ekki er að finna í skýrsl­unni og ekki eru tek­in sér­stak­lega til rann­sókn­ar í henni, verði rann­sökuð. 

„Til dæm­is aðdrag­and­ann að söl­unni; Það sem að ger­ist í rá­herra­nefnd­inni [um efna­hags­mál] þar sem að einn ráðherra varaði við því að fara í sölu með þessu fyr­ir­komu­lagi og sá það fyr­ir að það myndi klúðrast. Eft­ir­leik­ur­inn um að leggja niður banka­sýsl­una yfir nóttu. Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur ekki af­stöðu til þess hvort að þetta hafi verið rétti tím­inn til að selja eða hvort að rétt fyr­ir­komu­lag hafi verið valið. Þetta er auðvitað gríðarlega stór­ar spurn­ing­ar verður að fá svar við.“

Vill rann­saka póli­tíska aðkomu

Hann seg­ir að rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hefði haft mikið víðtæk­ara umboð til þess að rann­saka hina póli­tísku ábyrgð og ákv­arðana­töku. „Þegar verið er að selja eig­ur al­menn­ings fyr­ir fimm­tíu millj­arða og það klúðrast svona illa, ætla menn að halda hægt sé að kom­ast hjá því að rann­saka þessa hluti? Auðvitað ekki.“

„Því miður verður lík­lega ekki traust í sam­fé­lag­inu næstu miss­er­in til að halda áfram að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um eins og fyr­ir­hugað var. Það er auðvitað högg fyr­ir rík­is­sjóð.“

Sver af sér lek­ann 

Sig­mar á sæti í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og er þannig einn þeirra sem fékk af­rit af skýrsl­unni í gær. Spurður út í leka skýrsl­unn­ar til fjöl­miðla í gær seg­ir Sig­mar hann mjög óheppi­leg­an. 

„Ég skil ekki af hverju verið er að leka efni skýrsl­unn­ar því að hún hefði orðið op­in­ber sól­ar­hring síðar,“ seg­ir hann og seg­ist að sjálf­sögðu geta svarið af sér lek­ann. 

„Mér finnst áhuga­vert að henni virðist hafa verið lekið til þriggja miðla á sama tíma. Það er áhyggju­efni þar sem trúnaður átti að vera um skýrsl­una til klukk­an sex í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert