Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var haldinn í dag.
Í samninganefnd Eflingar sitja alls 89 félagsmenn. Fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins voru þeir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA viðstaddir fundinn.
Í dag var greint frá því að VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu ákveðið að vísa kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.
„VR/LÍV og SGS eru í forsvari fyrir stóran hluta launafólks á almennum vinnumarkaði og gera kröfu um sanngirni. Á meðan atvinnurekendur hlusta ekki á raddir tugþúsunda einstaklinga sem fyrir þá starfa í samningaviðræðum eins og þeim sem staðið hafa yfir síðustu vikur verður að leita annarra leiða,“ sagði í tilkynningu.