Skýrslan sýni þörf fyrir rannsóknarnefnd

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það væri …
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að það væri áhugavert að hafa þær upplýsingar í bankaskýrslunni sem ríkisendurskoðandi gat ekki aflað. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Skýrsl­an er kannski fyrst og fremst áhuga­verð að því leyti að rík­is­end­ur­skoðandi er að staðfesta það að hann hef­ur mjög tak­markaðar vald­heim­ild­ir og tak­markað hlut­verk í þessu. Það hefði þurft að setja af stað rann­sókn­ar­nefnd strax,“ seg­ir Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður pírata, í sam­tali við mbl.is.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar á sölu á 22,5 pró­sent hluta rík­is­ins í Íslands­banka í vor var birt á vef stofn­un­ar­inn­ar í morg­un fyrr en til stóð þar sem skýrsl­unni hafði verið lekið og verið í um­fjöll­un þriggja fjöl­miðla frá því í gær. 

Arn­dís Anna seg­ir þær upp­lýs­ing­ar um söl­una sem áhuga­verðast væri að vita vera þeir hlut­ir sem eru órann­sakaðir enn þá.

„Rík­is­end­ur­skoðandi er bara að vinna sína vinnu en við vor­um búin að benda á það ít­rekað að það væri ekki nóg að rík­is­end­ur­skoðandi færi yfir þetta. Það hefði átt að setja rann­sókn­ar­nefnd í gang strax eins og við fór­um fram á,“ seg­ir Arn­dís Anna.

Nefnd­in myndi vera á veg­um Alþing­is og með meiri heim­ild­ir til að rann­saka söl­una en rík­is­end­ur­skoðandi hef­ur.

Arn­dís Anna seg­ir það ekki vera spurn­ing um annað en að Pírat­ar muni áfram leggja það til að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um þings­ins verði sett á lagg­irn­ar.

Lek­inn vond­ur fyr­ir nefnd­ina

Arn­dís Anna seg­ir að það hafi kannski að ein­hverju leyti verið viðbúið að skýrsl­unni hafi verið lekið.

„Það er aðallega vont fyr­ir okk­ur í nefnd­inni því þessi frest­ur er kannski svo­lítið fyr­ir okk­ur þannig að við get­um kynnt okk­ur efni skýrsl­unn­ar áður en allt verður vit­laust,“ seg­ir Arn­dís Anna en hún seg­ist ekki vita hver það hafi verið sem lak skýrsl­unni.

„Nefnd­in er mjög reið yfir þessu af því þetta bitn­ar fyrst og fremst á okk­ur en ég er ósköp slök gagn­vart þessu, ég verð að játa það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert