Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins munu mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á morgun vegna umfjöllunar nefndarinnar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á hluta Íslandsbanka í vor.
Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.
Hvorki hefur náðst í Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslunnar, né Lárus Blöndal, stjórnarformann stofnunarinnar, eftir að skýrslan kom út í gærmorgun.