Byggingarkrani féll á Akraneshöll

Akraneshöll.
Akraneshöll. mbl.is/ÞÖK

Byggingarkrani féll ofan á Akraneshöll á Akranesi fyrr í dag með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á þakinu.

Að sögn Páls Guðmundar Ásgeirssonar, verkefnastjóra hjá ÍA, voru krakkar á fótboltaæfingu þegar óhappið varð en enginn slasaðist.

Engar æfingar verða í höllinni um óákveðinn tíma, en Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Þar kemur fram að brot hafi hrunið úr loftinu og að krakkarnir hafi orðið skelkaðir.

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir að engin beiðni hafi borist slökkviliðinu um aðstoð vegna óhappsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka