Lekinn úr þinginu skoðaður

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ljósmynd/mbl.is

Leki banka­sölu­skýrslu rík­is­end­ur­skoðanda var rædd­ur sér­stak­lega á kynn­ing­ar­fundi hans með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is (SEN) í gær, en allt bend­ir til þess að ein­hver þing­mann­anna í nefnd­inni hafi rofið trúnað og komið henni til fjöl­miðla.

„Rík­is­end­ur­skoðun ræddi við nefnd­ina um trúnaðinn og sam­skipt­in,“ seg­ir Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið og kveðst sam­mála því að málið þarfn­ist frek­ari at­hug­un­ar.

Guðmund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoðandi virt­ist ekki í mikl­um vafa um hvað gerst hefði. Að mati hans er gríðarlega óheppi­legt að trúnaður skuli ekki hafa verið virt­ur og tel­ur hann nokkuð ör­uggt að henni hafi verið lekið af nefnd­ar­manni SEN. Rík­is­end­ur­skoðun hafi unnið að skýrsl­unni mánuðum sam­an án þess að hún rataði til fjöl­miðla.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að það sé í verka­hring SEN að rann­saka lek­ann, sem hún sagði einkar baga­leg­an.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert