Nálgist kjaraviðræður ekki af alvöru

SA funduðu með Eflingu í gær.
SA funduðu með Eflingu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

VR, Lands­sam­band ís­lenskra versl­un­ar­manna (LÍV) og Starfs­greina­sam­band Íslands (SGS) ákváðu í gær að vísa kjaraviðræðum sín­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) til rík­is­sátta­semj­ara. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR seg­ir það mik­il von­brigði að SA hafi ekki sýnt þeirri viðleitni VR, SGS og LÍV að ljúka kjaraviðræðum fljótt og vel meiri skiln­ing. „Við lögðum mikla áherslu á að gera al­var­lega at­lögu að því að ná sam­an um kjara­samn­ing og við vor­um í góðri trú með að það sama væri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Síðan kom í ljós að sú stefna er ekki fyr­ir hendi að nálg­ast þess­ar viðræður af al­vöru,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

Vísunin breyti litlu

Í tilkynningu sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA að vísun deilunnar til ríkissáttasemjara breytti litlu. „Verk­efnið er áfram hið sama: að ná samn­ing­um hratt og ör­ugg­lega til að verja kaup­mátt heim­il­anna. Þar skipt­ir mestu máli að skapa skil­yrði fyr­ir lægri verðbólgu og lækk­un vaxta.“

Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins segir þolinmæðina á þrotum hjá félögum iðnaðar- og tæknimanna og því hljóti að styttast í að aðilar vísi viðræðunum til ríkissáttasemjara. Sjöundi samningafundur iðnaðarmannahópsins með SA er boðaður í dag.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka