Utanríkismálanefnd kemur saman í fyrramálið

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við mbl.is að nefndin muni sitja upplýsingafund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins um stöðuna í Póllandi í fyrramálið. Fulltrúar nefndarinnar eru nú staddir í Prag á samráðsfundi Evrópuríkja.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, hef­ur óskað eft­ir fundi „strax“ í ut­an­rík­is­mála­nefnd, „vegna árás­ar Rússa á Pól­land“ fyrr í dag.

„Það verður upplýsingafundur í fyrramálið og síðan verðum við með fund síðar um daginn þar sem við munum fara nánar yfir hvar við stöndum,“ segir Bjarni og bætir við að grannt sé fylgst með stöðunni.

Hann hefur verið í sambandi við ráðamenn, þar á meðal forsætisráðherra. 

Fólk fái ráðrúm til að meta stöðuna

Spurður hvort forsætisráðherra og utanríkisráðherra muni mæta á fund nefndarinnar á morgun, eins og Þorgerður Katrín óskaði eftir, segir Bjarni það óvíst.

mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra væri nú stödd er­lend­is. 

„Það er kannski ekki mikið sem mun liggja fyrir í fyrramálið sem liggur ekki fyrir núna, nema eitthvað verra gerist. Þannig ég held að við munum gefa fólki ráðrúm til þess að meta stöðuna, og okkar bandalagsríki líka,“ segir Bjarni og bætir við að mikilvægt sé að halda stillingu og yfirvegun í viðbrögðum. 

Hann segir að eins og staðan sé núna sé lítið annað að gera en að afla upplýsinga. 

„Það er mikið undir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert