Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með

Utanríkisráðuneytið í úkraínsku fánalitunum.
Utanríkisráðuneytið í úkraínsku fánalitunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Utanríkisráðuneytið hefur enn ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana vegna áríðandi fundar þjóðarör­ygg­is- og varn­ar­mála­nefnd Póllands sem Mateusz Morawiecki, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, boðaði til í kvöld en fylgist grannt með stöðu mála.

Banda­rísk­ur emb­ætt­ismaður hef­ur staðfest fregn­ir um að eld­flaug­ar hafi hafnað í Póllandi og orðið þar tveim­ur að bana. Pól­land hef­ur ekki átt bein­an þátt í stríðinu til þessa, en landið til­heyr­ir Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Of snemmt að segja nokkuð

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að fregnir af fundinum í Póllandi séu svo nýtilkomnar að ekkert hafi gerst í utanríkisráðuneytinu. 

„Ég held að það sé aðeins of snemmt að segja nokkuð,“ segir Sveinn.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er nú stödd erlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert