Engar hreyfingar hafa mælst í mælitækjum í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjörð frá 12. nóvember þrátt fyrir nokkra úrkomu.
„Sérfræðingar á ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands telja ekki ástæðu til aðgerða þótt spáð sé mikilli rigningu á Seyðisfirði í nótt og áfram næstu daga.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.
Þar segir að úrkoman sé enn aðeins brot af því sem hún var í aðdraganda skriðufallanna í desember 2020.
Er þetta meðal þess sem farið var yfir á íbúafundi sem haldin var á Seyðisfirði í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu.
Hér fyrir ofan eru myndir úr radar sem greinir hreyfingar á yfirborði á milli mælinga.