Byggingarkraninn sem féll á þak Akraneshallar í gær var fjarlægður þaðan í gærkvöldi. Þakinu verður lokað til bráðabirgðar í dag og ætlar verktakinn sem á kranann að lagfæra þakið að fullu í næstu viku.
Þetta segir Páll Guðmundur Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá ÍA, í samtali við mbl.is.
Knattspyrnuæfingar í Akraneshöll hefjast á nýjan leik á morgun, eftir að henni var lokað í gær eftir óhappið.
Að sögn Páls Guðmundar skemmdust bárujárnsplötur í höllinni, en engar frekari skemmdir urðu.