Unnið er að því að rífa hús sem standa á svokölluðum Heklureit, sem nær frá Laugavegi 168 til og með Laugavegi 174. Framkvæmdafélagið Laugavegur ehf. keypti reitinn í byrjun árs.
Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 436 íbúðum ásamt verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðum.
Um er að ræða íbúðarhús, tveggja til sjö hæða, með möguleika á áttundu hæð á norðvesturhorni Laugavegar 168. Heildarflatarmál ofanjarðar á lóðunum er 44.083 fermetrar. Þar af eru lágmark 2.123 fermetrar undir verslanir og þjónustu.
Gert er ráð fyrir að allar byggingar á lóð Laugavegar 168-174a verði fjarlægðar að undanskildu borholuhúsi.