Meiri ávinningur að endurvinnslu kerbrota en mengun

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipulagsstofnun telur að fyrirhuguð endurvinnsla á kerbrotum frá álverum landsins auk innflutnings á slíku hráefni til að framleiða efni í sement sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Í rökstuðningi er bent á að framkvæmdin hafi í för með sér að ekki þurfi að urða kerbrot frá álverum. Einnig er sagt að starfsemin hafi í för með sér aukna losun á flúor, ryki og brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið en sú losun sé brotabrot af losun frá þeim iðjuverum sem fyrir eru.

Auk þess sé verulegur ávinningur að því að umtalsvert dregur úr urðun á föstum úrgangi sem inniheldur sömu efni. Heildarávinningur að minni losun sé meira en 130 þúsund tonn á ári. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert