30 ára afmæli Kvikmyndaskóla Íslands fagnað

Afmælisboðið var haldið í húsakynnum skólans á Suðurlandsbraut.
Afmælisboðið var haldið í húsakynnum skólans á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvik­mynda­skóli Íslands fagnaði 30 ára af­mæli sínu í dag í hús­næði skól­ans á Suður­lands­braut.

Rektor skól­ans, Börk­ur Gunn­ars­son, seg­ir að af­mæl­is­boðið hafi gengið vel og að gam­an hafi verið að Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti hafi mætt þar sem hann hafi svo góða nær­veru. 

„Hann hélt öfl­uga ræðu þar sem hann hvatti okk­ur áfram og skoðaði síðan skól­ann og mætti á gjörn­inga­sýn­ingu hjá nem­end­um. Síðan skar hann auðvitað fyrstu sneiðina af kök­unni,“ seg­ir Börk­ur og bæt­ir við að gam­an hafi verið að sjá gamla nem­end­ur og kenn­ara mæta til að styrkja tengsl­in við sinn gamla skóla. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti og Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands …
Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti og Börk­ur Gunn­ars­son, rektor Kvik­mynda­skóla Íslands í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyrstu nám­skeiðin und­ir nafni Kvik­mynda­skóla Íslands voru hald­in haustið 1992 að Vatns­stíg 10. Nem­end­ur voru 23 og kenn­ar­ar og fyr­ir­les­ar­ar 17. Nám­skeiðin stóðu yfir í 3 mánuði og lauk með fram­leiðslu tveggja leik­inna stutt­mynda.

Haustið 2003 veitti Tóm­as Ingi Olrich, þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, skól­an­um svo form­lega viður­kenn­ingu ráðuneyt­is­ins á tveggja ára náms­braut í kvik­mynda­gerð á fram­halds­skóla­stigi. Frá ár­inu 2004 hef­ur skól­inn út­skrifað um 600 nem­end­ur. 

Frá árinu 2004 hefur skólinn útskrifað um 600 nemendur.
Frá ár­inu 2004 hef­ur skól­inn út­skrifað um 600 nem­end­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert