Alvarlegt slys þegar ekið var á gangandi vegfaranda

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bíl var ekið á gangandi vegfaranda í morgun við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar. Um var að ræða alvarlegt slys og var sá slasaði, sem er fullorðinn einstaklingur, keyrður beint á bráðamóttöku.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, en Vísir greinir fyrst frá. Tilkynnt var um slysið klukkan 9.42.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert