Húsfélaga bíður ærið verkefni

Miklar breytingar verða á sorphirðu á næsta ári.
Miklar breytingar verða á sorphirðu á næsta ári. mbl.is/Getty

Á næsta ári verður farið í breyt­ing­ar á sorp­hirðu í sam­ræmi við lög sem kennd eru við hringrás­ar­hag­kerfi. Mun þetta gera það að verk­um að hvert heim­ili þarf að koma upp átt­faldri flokk­un og finna þarf fjór­um flokk­um pláss í sorp­geymsl­um.

Inn­leiðing­in mun hefjast í maí á næsta ári og eru verklok áætluð í októ­ber. Hús­fé­laga bíður því mikið verk­efni við að halda utan um sorp­hirðu og tel­ur fram­kvæmda­stjóri Eignaum­sjón­ar, sem þjón­ust­ar um 700 hús­fé­lög, að mörg þeirra verði í vand­ræðum með að koma nýju tunn­un­um fyr­ir. Þau hús­fé­lög þurfi þá e.t.v. að ráðast í breyt­ing­ar, t.d. að byggja sorp­gerði ut­an­dyra.

Heim­il­in eiga að taka upp flokk­un á líf­ræn­um úr­gangi og verður hverju þeirra út­hlutað sér­stök­um papp­ír­s­pok­um og körf­um und­ir þá. Bú­ist er við að körf­urn­ar verði 92 þúsund og búið er að panta tvær millj­ón­ir papp­ír­s­poka. Þetta kom fram á kynn­ing­ar­fundi Eignaum­sjón­ar þar sem full­trú­ar frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, SORPU og Reykja­vík­ur­borg kynntu for­svars­mönn­um hús­fé­laga kom­andi breyt­ing­ar. Þangað mættu 130 manns enda eru sorp­hirðumál hús­fé­lög­um iðulega of­ar­lega í huga.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert