Meginmarkmið við uppgjör ÍL-sjóðs skilgreind

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meg­in­mark­mið rík­is­sjóðs í samn­ingaum­leit­un­um um upp­gjör við lán­veit­end­ur ÍL-sjóðs hafa verið skil­greind í sam­ráði við verk­efn­is­stjórn sjóðsins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Þar seg­ir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála - og efna­hags­ráðherra, kynnti stöðu úr­vinnslu og upp­gjörs eigna og skulda ÍL-sjóðs 20. októ­ber og lagði fram skýrslu um stöðu sjóðsins á Alþingi. 

Við fram­hald máls­ins voru meg­in­mark­miðin skil­greind og eru þau eft­ir­far­andi:

1. Upp­gjör miðast við eft­ir­stöðvar skuld­bind­inga ÍL-sjóðs ásamt verðbót­um og áfölln­um vöxt­um. ÍL-sjóði verði slitið og ábyrgð rík­is­ins gerð upp.
2. Fjár­mála­stöðug­leika verði ekki teflt í tví­sýnu.
3. Jafn­ræði verði tryggt gagn­vart eig­end­um skulda­bréfa ÍL-sjóðs.
4. Fjár­hags­legt upp­gjör verði gagn­sætt m.t.t. virðis og sam­setn­ing­ar yf­ir­færðra eigna.
5. Stöðu rík­is­sjóðs sem út­gef­anda á markaði verði ekki raskað.
6. Við samn­ings­gerð verður eft­ir fremsta megni horft til hags­muna og þarfa mótaðila.
7. Samn­ing­ar feli í sér end­an­lega niður­stöðu.

Vegna stöðu sjóðsins er lögð mik­il áhersla á að samn­ingaum­leit­an­ir gangi greiðlega,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka