Breytingaskeiðið er oft álagstími með tilheyrandi svefntruflunum og skertu streituþoli. Afleiðingin er í sumum tilfellum sú að fólk og sér í lagi konur falla út af vinnumarkaði vegna áhrifa breytingaskeiðsins, segir Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.
Hún er í teymi sem stýrir verkefninu Heilsueflandi vinnustaður sem Vinnueftirlitið, VIRK og embætti landlæknis hleyptu af stokkunum í október í fyrra. Því er ætlað að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Útbúnir voru átta gátlistar og í gátlista um starfshætti segir m.a.: „Boðið er upp á stuðning á vinnustað til að mæta þörfum vegna tíðahrings og/eða breytingaskeiðs.”
Lesa má nánar um málð í Morgunblaðinu í dag.