Leita hita á nýjum stöðum

Heitavatnstankarnir eru helsta tákn hitaveitunnar.
Heitavatnstankarnir eru helsta tákn hitaveitunnar. Ljósmynd/Veitur/Atli Már Hafsteinsson

„Það er krefjandi áskorun að standa undir aukinni eftirspurn í jafn langan tíma og raun ber vitni. Það snýr ekki aðeins að því að afla heita vatnsins, heldur einnig flutningskerfinu til að dreifa því til notenda,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum.

Til að undirbúa fyrirtækið undir verkefni næstu ára er búið að kortleggja auðlindirnar og raða þeim eftir fýsileika. Hrefna segir að framkvæmdir við að afla viðbótarvatns og auka flutningsgetu kosti milljarða á næstu árum.

Kostunum er raðað eftir ýmsum mælikvörðun þar sem hagkvæmni og sjálfbærni vega þyngst. Efst á blaði er að bæta nýtingu lághita á höfuðborgarsvæðinu. Þar er átt við mögulega nýtingu núverandi lághitasvæða, fyrst og fremst Reykjahlíðar, en einnig rannsóknir og vonandi framtíðarnýtingu á Kjalarnesi og í Geldinganesi. Rannsóknir eru hafnar á báðum svæðum en ekki liggur fyrir hverju þau skila Veitum. Á sama tíma er verið að bæta tækni til að hámarka afköst núverandi kerfis. Þar ber hæst svokallaðar djúpdælur sem gefa möguleika á að nýta meira vatn úr borholunum þegar á þarf að halda.

Ekki eru áformaðar nýjar virkjanir á Hengilssvæðinu en ráðstafanir hafa verið gerðar til að sækja meira heitt vatn frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. HS Orka áformar virkjun á háhitasvæðinu í Krýsuvík og eru Veitur í samtali við fyrirtækið um kaup á heitu vatni, ef virkjun verður að veruleika. Langan tíma tekur að virkja.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert