Ræða þarf fasta viðveru hersveita

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Hákon

Umræða átti sér stað á Alþingi sl. fimmtu­dag um aukið alþjóðlegt sam­starf í ör­ygg­is- og varnarmálum. Var frum­mæl­andi Þor­gerður Katrín Gunnarsdótt­ir, formaður Viðreisn­ar. Í máli sínu lagði hún áherslu á aukið sam­starf Íslands við ríki NATO vegna breyttr­ar heims­mynd­ar í kjöl­far Úkraínu­stríðsins, aukið fram­lag Íslands til sam­eig­in­legra verk­efna NATO og að varnarsamn­ing­ur Íslands og Banda­ríkj­anna taki skýrt á ógn­um er tengj­ast netör­ygg­is­mál­um. Eins lagði hún áherslu á aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Í máli sínu velti Þorgerður Katrín einnig upp þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að ræða hvort ekki væri þörf á fastri viðveru hersveita hér á landi. 

„Sömu­leiðis er mik­il­vægt að huga að þeim fæl­ing­ar­mætti sem myndi fel­ast í var­an­legri viðveru varn­ar­liðs á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þó það kunni að vera viðkvæmt fyr­ir ein­hverja stjórn­mála­flokka, þá verðum við að meta þetta núna. Það skipt­ir öllu máli fyr­ir land eins og Ísland, herlaust smáríki á Norður-Atlants­hafi, að við get­um farið í þetta kerf­is­bundna og skilvirka sam­tal,“ sagði Þor­gerður Katrín, en sá stjórnmálaflokkur sem hún vísar hér til er vafalaust Vinstri græn, sem lengi hafa staðið gegn aukinni viðveru varnarsveita hér á landi.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls á Alþingi og fagnaði því að umræða ætti sér þar stað um öryggis- og varnarmál. Sagði hann m.a. mikilvægt að efla getu Íslands í leit og björgun á Atlantshafi, slíkt mætti gera með auknu samstarfi við Atlantshafsbandalagið.

Nánar má lesa um þetta mál hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert