Aukin hætta á flóðum og skriðuföllum

Kort sem sýnir úrkomuspá Veðurstofu Íslands klukkan 8.
Kort sem sýnir úrkomuspá Veðurstofu Íslands klukkan 8. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram undir hádegi. Því eru líkur á vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Þetta kemur fram í athugsemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Í dag er annars spáð austan og suðaustan 10-18 metrum á sekúndu, hvassast austast. Rigning verður á Suðaustur- og Austurlandi, skúrir suðvestanlands, en annars úrkomulítið.

Suðaustan 5-15 m/s í dag og skúrir, en yfirleitt þurrt á Norðurlandi.

Svipað veður verður á morgun, en hvessir heldur suðvestantil um kvöldið.

Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka