Maður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á níunda tímanum í gærkvöldi er rafhlaupahjól og hópferðabifreið lentu saman á horni Barónsstígs og Grettisgötu.
Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjólinu. Farþegum hópferðabifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem getur ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu, rannsakar tildrög slyssins ásamt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.