Í undirbúningi er útgáfa nýrra nafnskírteina fyrir landsmenn sem uppfylla eiga nýjustu kröfur um öryggi persónuskilríkja og hægt verður að nota sem gilt ferðaskilríki þegar ferðast er um á Evrópska efnahagssvæðinu. Verði frumvarp um útgáfu nýrra nafnskírteina samþykkt munu þau leysa af hólmi gömlu nafnskírteinin sem gefin hafa verið út frá árinu 1965.
Þau standast ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag til öruggra persónuskilríkja. Þó að notkun gömlu skírteinanna sé mun fátíðari en á árum áður gefur Þjóðskrá út töluverðan fjölda nafnskírteina á hverju ári. Skv. upplýsingum sem fengust hjá Sif Kröyer, fagstjóra hjá Þjóðskrá, í gær voru gefin út 647 nafnskírteini á árinu 2019, þau voru 1.555 í fyrra og búið er að gefa út 1.199 skírteini á yfirstandandi ári.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í gær.