Þrír vinsælustu íslensku spennusagnahöfundarnir eiga orðið stóran hóp aðdáenda um allan heim og selja bækur sínar í stóru upplagi. Arnaldur Indriðason trónir á toppnum hvað sölu varðar en hann hefur alls selt 18 milljónir bóka á ferli sínum sem spannar aldarfjórðung.
Yrsa Sigurðardóttir hefur nú selt um 5,8 milljónir bóka á heimsvísu og Ragnar Jónasson hefur selt 3,4 milljónir eintaka. Þegar allt er talið hafa þessir þrír höfundar selt ríflega 27 milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, þar af sjö milljónir síðustu þrjú ár.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.