Öll sveitarfélög landsins eru farin að innleiða breytingar á meðhöndlun úrgangs sem boðaðar eru í lögum sem taka gildi um áramót. Þröngur tímarammi og óvissa um kostnað hafa gert það að verkum að sveitarfélögin eru komin mislangt á veg.
Nýju lögin kveða á um það að öll heimili í þéttbýli eigi að flokka sorp í fjóra flokka; pappa og pappír, plast, lífrænan úrgang og blandaðan úrgang. Auk þess á að skila gleri, málmum og textíl á grenndarstöðvar.
Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir í samtali við Morgunblaðið að aukin samvinna milli sveitarfélaga verði lykillinn að farsælli innleiðingu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag