Lögregla leitar enn Friðfinns Freys Kristinssonar og óskar eftir ábendingum frá fólki sem kann að hafa séð hann eða gæti búið yfir frekari upplýsingum.
„Við erum bara búin að liggja yfir þessu í dag,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi en enn er leitað í Vogabyggð. Síðast sást til Friðfinns þegar hann fór frá Kugguvogi fimmtudaginn 10. nóvember.
Spurður hvort lögreglan hafi sérstakar grunsemdir um hvar Friðfinnur kunni að vera niðurkominn segir Guðmundur að ekkert nýtt hafi komið fram.
Þá hefur lítið verið um ábendingar frá fólki, aðallega sé stuðst við efni úr upptökuvélum í grennd við Elliðaárdalinn.
„Við erum bara að vinna úr og prófa allt efni sem hægt er.“