Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag á Matvælaþingi kynna drög að nýrri matvælastefnu ráðuneytisins, en auk þess fara þar fram umræður og rýni hagaðila um stefnuna. Hægt verður að fylgjast með dagskránni í streymi hér að neðan, en meðal annars munu fyrrverandi landbúnaðarráðherra Úkraínu og framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland flytja erindi.
Þá munu einnig Halla Logadóttir orkumálastjóri og Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, auk fleiri taka þátt í pallborðsumræðum.
Dagskrána í heild má sjá hér:
08:45 - 09:15 Silfurberg opnar - Léttar veitingar
09:15 - 09:20 Brynja Þorgeirsdóttir, fundarstjóri, setur Matvælaþing.
09:20 - 09:45 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kynnir drög að matvælastefnu fyrir Ísland
09:45 - 10:15 Pete Ritchie kynnir matvælastefnu Skotlands, Nourish Scotlands
10:15 - 10:40 Mettir magar og heilbrigð jörð - sjálfbær matvælaframleiðsla
10:40 - 10:50 Bergur Ebbi - Matvæli og sjálfsmynd
10:50 - 11:05 Kaffihlé
11:05 - 11:30 Nóg til og meira frammi - fæðuöryggi
11:30 - 11:55 Afgangar í forgang - fullnýting afurða
11:55 - 13:00 Hádegisverður
13:00 - 13:35 Berum björg í þjóðarbú - samfélag
13:35 - 13:45
Bergur Ebbi - Matvælaframleiðsla framtíðar
13:45 - 14:10 Höldum maðkinum úr mysunni - matvælaöryggi
14:10 - 14:40 Olga Trofimtseva, fyrrum landbúnaðarráðherra Úkraínu
14:40 - 15:05 Grunnþarfir og sérþarfir - neytendur
15:05 - 15:30 Hvað verður í matinn á morgun? - Horft til framtíðar
15:30 - 15:45 Samantekt Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra
Þinglok