Bílaleigur skuli fræða erlenda viðskiptavini um íslenskar aðstæður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bílaleigum verður skylt að vekja sérstaka athygli á hættum sem kunna að leynast á íslenskum vegum þegar þær gera leigusamninga við erlenda viðskiptavini. Uppfærð verður reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja samkvæmt tilkynningu frá Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þetta sé gert til að auka umferðaröryggi. 

Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi stendur jafnframt til að bæta því skilyrði í reglugerðina, að í leigusamningi við erlenda aðila, skuli leyfishafi sérstaklega vekja athygli á helstu hættum sem geta skapast á íslenskum vegum. Til dæmis um hættu vegna færðar og veðurs, vegalokanir yfir vetrartímann, einbreiðar brýr, malarvegi og hætta sem skapast þegar ekið er af malbiki yfir á möl, blindhæðir, beltaskyldu, neyðarnúmer o.fl., segir í tilkynningunni. 

Í samráðsgátt stjórnvalda er einnig að finna drög að frumvarpi um breytingu á lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja. Er byggt á tillögum frá OECD um samkeppnishæfni í þeim tilgangi að bæta rekstrarskilyrði ferðaþjónustu á Íslandi. 

„Hér er um að ræða einföldun í rekstri ökutækjaleiga og aukin rafræn samskipti á milli leigutaka og leigusala og eru til bóta fyrir atvinnurekendur og neytendur. Samhliða þessum breytingum eru lagðar auknar kröfur um öryggisfræðslu til leigutaka,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttiu, menningar- og viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert