CERT-IS hefur borist fjöldi tilkynninga sem benda til þess að vefveiðum (e. phising attacks) fari fjölgandi. Núverandi bylgja reis um helgina og er ekki enn farið að fjara undan henni.
Mest ber á svikapóstum og sms-sendingum í nafni Póstsins og Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá CERT-IS.
Þar segir að skilaboð og vefsíður svikahrappana sé ágætlega gerðar, en við nánari skoðun má oft finna málfarsvillur.
Skilaboð sem þessi berast iðulega frá netfanginu; noreply @ notify.thinkific[.]com
Fleiri ráðleggingar má finna inn á vef CERT-IS.