Fimmtán liggja inni með Covid

Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Fimmtán liggja á Landspítala með Covid-smit en undanfarnar vikur hafa greinst að meðaltali 30-40 smit á dag hér á landi og hefur meðalfjöldinn haldist nokkuð stöðugur.

Hildur Helgadóttir, formaður farsóttarnefndar Landspítala, segir fjölda innlagna hafa gengið svolítið í bylgjum síðan í sumar. „Stundum höfum við farið alveg niður í þrjá en nú eru þeir allt í einu komnir upp í fimmtán, þar af er einn á gjörgæslu.“ Þá segir hún fjóra með Covid bíða innlagnar á bráðamóttökunni.

„Þeir sem eru veikir og þurfa að leggjast inn eru þeir elstu, flestir milli 80 og 90, þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma og þeir sem eru óbólusettir,“ segir hún.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert