Halli og aðhald

Eyrarbakki.
Eyrarbakki. mbl.is/Sigurður Bogi

Á næstunni verður hægt á fjárfestingum og uppbyggingu og jafnframt hagrætt í rekstri hjá sveitarfélaginu Árborg. Tap af rekstri bæjarsjóðs á fyrstu níu mánuðum líðandi árs er 2,4 milljarðar króna og því verður brugðist við, segir Fjóla Kristinsdóttir bæjarstjóri.

Hún segir verðbólgu stóran orsakaþátt í þungum rekstri. Þá skuldi sveitarfélagið talsvert og því hafi háir vextir veruleg áhrif. Allt þetta og fleira liti gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir næsta ár auk þess sem verið er að skipuleggja fjármál bæjarins til lengri tíma. Striki verði þó haldið til dæmis með byggingu grunnskóla á Selfossi. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka