„Komumst lítið áfram með þessar kjaraviðræður“

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN. mbl.is/Árni Sæberg

Hvorki gengur né rekur í viðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar og samninganefndar ríkisins. Flugmenn Gæslunnar hafa nú verið samningslausir í tæplega þrjú ár en kjarasamningur þeirra rann út 31. desember 2019.

Sáttafundur var haldinn í seinustu viku og næsti sáttafundur er boðaður næstkomandi föstudag. Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ekki verkfallsrétt þar sem þeir eru handhafar lögregluvalds í sínum störfum.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, segist vona að eitthvað verði lagt á borðið á næsta samningafundi en þetta hafi verið mjög stíft og erfitt. „Við komumst lítið áfram með þessar kjaraviðræður,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert