Minni kostnaður hjá RÚV

Leikmenn fagna Ekvador sigri gegn Katar.
Leikmenn fagna Ekvador sigri gegn Katar. AFP/Karim Jafaar

Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, segir að bráðabirgðatölur frá Gallup bendi til þess að fleiri hér á landi hafi horft á opnunarleik HM í ár en þegar mótið var haldið í Rússlandi fyrir fjórum árum.

Uppsafnað áhorf á leikinn jafngildir því að 37 prósent þjóðarinnar hafi horft á leikinn, sem var á milli Katar og Ekvador á sunnudaginn. RÚV sendi tvo starfsmenn á mótið, sem haldið er í Katar, til að fylgjast með og lýsa mótinu fyrstu viku þess og þá síðustu.

Þá fer Heimir Hallgrímsson, sem þjálfaði knattspyrnulið Katar, einnig út á vegum RÚV að sögn Hilmars Björnssonar, íþróttastjóra RÚV. Hilmar segir að kostnaðurinn við að senda starfsmennina sé minni nú en fyrir fjórum árum. „Við vorum miklu lengur í Rússlandi, þannig að kostnaðurinn verður miklu minni núna,“ segir Hilmar í samtali við Morgunblaðið. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka